Nördahornið
fimmtudagur, október 17, 2002:
úff, er búin að vera á peptíðsynthesulabi í 4 daga og það er dead boring. Algjör rútína!!! Bæta við verndaðri amínósýru, þvo, afvernda, þvo bæta við næstu vernduðu amínósýrunni og svo framvegis. Er að búa til Nuclear Localizing Signal í öfugri röð, leiðbeinandinn minn heldur að frumunni sé alveg sama hvort cystein eða lysin er á C-endanum en ég leyfi mér að efast. Ef að e-r sem þið þekkið bankaði hjá ykkur og hann væri allur á haus (tærnar þar sem hausinn á að vera, brjóstin þar sem hnén eiga að vera og x þar sem naflinn á að vera) mynduð þið þá hleypa honum inn?
Þetta lab er alveg hryllilega troðið, fullt af fólki og drasli og ekkert bekkpláss. Ég gat bara kúplað einni as. (nb! skv. Emelíu má ekki segja a.s. því amínósýra er eitt orð, ég er sammála) í dag því að e-r þýskur kall var á labinu að gera við tæki og það mátti enginn vera þar inni því þeir gætu tafið hann á leiðinni frá ze tæki út í horni að ze vaski í miðju herberginu. Bla, segi ég nú bara.
Tilvitnun í Morrison og Boyd, 6th: "We must remember that everything (except, of course, a vampire) has a mirror image, including all molecules."
Þetta má finna í indexnum undir "Vampire, lack of mirror image".
Audur // 8:33 e.h.
______________________