Nördahornið

föstudagur, nóvember 15, 2002:

Ég var búin ad lofa Mumma ad setja meira af "How much is inside" sídunni hingad.
Ég valdi ad sjálfsögdu thad sem mér thótti áhugvert fyrir ykkur, thetta er allt og sumt.Poppkorn
Hversu mikið af poppi verður til úr einum poka af poppmaís?
Liðið keypti 2ja punda (0.91 kg) poka af poppkorni og poppuðu. Þau notuðu Popcorn Pumper til verksins og hvert handfylli af poppmaís komst fyrir í lítilli skál (að þeirra mati) eftir poppun.
Það tók þau ansi langan tíma að poppa allan pokann með þessari vél eða 45 mínútur og þá voru þau búin að poppa níu skammta.
Í allt voru þetta 7 ¾ gallon (29 lítrar), sem gera 18 cent per gallon.
Ráð frá þeim: Always use eye protection when popping corn.
Milljón dollarar
How much is inside a million dollars?
Stærsti U.S. seðill í umferð er hundrað dollari og þarf 10.000 af þeim til vera með eina milljón dollara.
Þessi athugun hjá þeim gékk út á að líkja eftir milljón dollurum með venjulegum pappír.
Allir peningaseðlarnir (frá the US Federal Reserve) eru að sömu stærð. Hann mældi lengdir og þyngd 100 dollara peningabúnts: 6.125" breitt (15.6 cm), 2.625" (6.7 cm) hátt og eins centimetra þykkt.
Hann keypti því 6 búnt með 500 venjulegum blöðum í. Þegar búið var að skera til hvert blað, fengust 4 peningaseðlar.
Þegar búið var að útbúa 100 búnt af ”peningum” voru þau 643 rúmtommur (~8" x 6" x 13") og u.þ.b. jafn stórt og 15" sjónvarp, og vóg næstum 20 pund (9 kilo).
Mesta vandamálið virtist vera að fá nógu stóra skalatösku undir þessa milljón dollara. ”Venjuleg” skjalataska tók bara 780.000 dollara.
Þegar peningabúntunum var raðað ofaná hvert annað voru þau 40 inches (1 meter) á hæð.
Coca Cola
Hversu mikið gas er í 2ja lítra kókflösku?
Þau festu eins gallona (3.8 L að ég held) poka á stútinn, með teygju, hristu og opnuðu flöskuna á víxl þar til pokinn var fullur. Þetta tók 5 mínútur. Þegar þessi poki fylltist skiptu þau um.
Í heildina fengu þau um 4.5 lítra af gasi, þ.e. tvöfalt meira en kókvökvinn sjálfur, magnað. Eða eins og einn efnafræðingur segir oft: ”Það er mikið”.
Lokaorð frá vitleysingunum: There was no room in my fridge for that flat bottle of Coca-Cola, so I brought it right back to the store for someone else to enjoy!
Hugulsamt.
Tómatsósubréf
How much is inside a ketchup packet?
Þau ákváðu að kanna hversu mörg tómatsósubréf þarf til að filla tómatsósuflösku.
Þau keyptu 14 oz (0.40 L) Heinz flastflösku og helltu innihaldinu í mælikönnu til að dobbúltékka. Upplýsingarnar voru réttar, í flöskunni voru 14 oz af tómatsósu.
Næst stálu þau fullt af tómatsósubréfum, opnuðu þau og helltu úr í mælikönnuna þar til í voru 14 ounces.
Daddaraddara.
Til þess þurfti 50 tómatsósubréf sem þýðir að það eru 8 grömm af tómatsósu í hverju bréfi.

Mér sem finnst alltaf svo lítið í þessum tómatsósubréfum, en það er greinilegt að það safnast saman. Munið að spara fyrir heimilið.

Emelia // 5:02 e.h.

______________________

miðvikudagur, nóvember 13, 2002:

For i gaer ad spjalla vid hopinn sem eg aetla ad gera naesta 2 manada verkefni hja. Hann er i structural biochemistry og stundar afar spennandi rannsoknir a ribonucleotide reductase. Thad ensim breytir ribonukleotidi i deoxyribonucleotid og notar til thess radical (mism. flokkar ensimsins nota mismunandi radikala). Til ad fruman bui til rett DNA thegar hun tvofaldar DNAid sitt fyrir frumuskiptingu tharf hun ad alla basana (ATGC) i nanast sama magni og thetta ensim skynjar af hverju tharf ad framleida meira og af hverju minna m.t.a. binda lika thad nukleotid sem mest er af, asamt radical og ribonucleotidi til ad breyta. Frekar kul. Tad sem eg myndi gera er ad reyna ad kristalisera ensimid med ollu draslinu bundnu, s.s. coensiminu (radicalnum), substratinu (ribonucleotidi sem a ad breyta i deoxyribonucleotid) og nucleotidinu sem mest er af thvi tad hefur ekki verid gert og ekki vitad hvernig ensimid skynjar nucleotidid sem of mikid er af.
Audur // 10:00 f.h.

______________________

mánudagur, nóvember 11, 2002:

Fann skemmtilega nördasídu sem heitir "How much is inside". Athuganirnar thar ganga einfaldlega út á ad kanna hversu mikid er af einhverju ákvednu efni eda hlut í einingu af söluvörunni. Thetta eru ad sjálfsögdu afar mikilvaegar upplýsingar svo ég mun reyna ad faera ykkur reglulega fréttir af sídunni.

Byrjum á Cheerios-i
Hversu margir Cheerioshringir haldid thid ad séu í venjulegum pakka (15 oz)?
Vidkomandi thraeddi alla hringina og tók thad 7 klst. Honum hefur ábyggilega ekki leidst á medan thar sem hann stytti stundirnar med sjónvarpsglápi.
Nidurstadan var fjögurthúsundeitthundradogtveir Cheerioshringir, sem mér thykir all mikid, og voru einungis 40 brot í pakkanum. Strengurinn var 73 fet og 2 5/8 tommur sem gera 2237 cm.Álpappír
Ef thú ert med venjulegan fólksbíl ad staerd, t.d. Ford Escordinn sem vid Audur áttum, og daemigerda álrúllu, 200 ferfet (sem gera 18.6 fermetra), geturdu thakid allan bílinn?
Reyndar kom thessi spurning upp hjá theim thegar thau veltu fyrir sér hversu mikid af mat vaeri haegt ad thekja med heilli álrúllu.
Thau nádu ad thekja allt boddíid á bílnum og thrjú (af fjórum!) dekkjanna.
Thá vitid thid thad.Tannkrem
Hversu mikid tannkrem er í 170 gramma Ultra Brite (hvad sem thad er) tannkremstúpu?
Svar: 113 tommur sem gera 2.87 m. Their segja ad ad lengd burstaflatar tannburstaháranna sé örlítid meira en ein tomma, svo madur aetti ad geta tannburstad sig um thad bil 113 sinnu med tannkremi úr vidkomandi túpu.
Hérna kemur svo rád frá thessu vitraena fólki: Always remember to floss. Also, don't get toothpaste near your eyes. It stings. Probably the mint oil. Maybe it is the flouride... Always use eye protection when brushing your teeth.Meira frá thessari lífsnaudsynlegu sídu sídar.Emelia // 4:36 e.h.

______________________

Við Auður erum miklir aðdáendur CSI og foringja Grissom (þættirnir voru sýndir á Skjá einum seinasta vetur). Við erum samt eitt spurningamerki eftir seinasta þátt og höfum gríðarlegan áhuga á að vita hvort einhver geti hjálpað okkur. Þannig er mál með vexti að það sprakk á rútu, hún fór útaf og nokkrir dóu, allt voða sorglegt. Okkur er hins vegar alveg sama um það. Þau (CSI liðið) komust að því að það hefði verið sett smá klóróform inn í dekkið ásamt lofti. Það olli því að gúmmíið í dekkinu harðnaði og gaf sig, og tættist um götuna. Eftir náttúrulega heilmiklar pælingar höfðu þau höfðu einn náunga grunaðan og spurðu hann hvort hann hefði notað klóróform nýlega en hann neitaði því. Þá tók ein í CSI upp eitthvað tæki og renndi því niður með kallinum. Tækið tók svo að pípa hrikalega í rassvasahæð og þá horfði CSI fólkið á kallinn og sagði: ”Ertu viss”. Þau drógu svo upp þrýstingamæli (til að mæla loftþrýsting í dekkjum), sigri hrósandi. Hann notaði s.s. skaftið á þrýstingsmælinum til að hella klóróforminu í ventilinn á dekkinu og bætti svo lofti í til að fá klóróformið inn.

Við erum s.s. með tvær spurningar:
1. Þegar maður setur smávegins klóróform inn í dekk og keyrir svo í 2 klst, dekkið springur og tætist um veginn og er ekki tekið til rannsóknar fyrr en mörgum tímum síðar, hvernig mælist klóróform í/á gúmmíinu? Diffunterar thað í gegnum dekkið (og veldur þ.a.l. því að dekkið harðnar og skemmist, hvernig sem það gerist) og ætti því að vera mælanlegt inni í dekkinu? Ég man bara ekki alveg hvernig hún mældi þetta, hvort það var bara yfirborðspróf eða hvað (og þ.a.l. fannst okkur þetta svo fáránlegt).
2. Og hvernig mældu þau klóróform á hinum seka, mörgum dögum síðar, og með hvaða tæki (sem þau einfaldlega renndu niður med honum)?

Emelia // 10:18 f.h.

______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!

Aðalsíðan fyrir alla nörda. Fræðsla, fréttir og tenglar. Óvæntar uppákomur.


Nördatenglar
Chemistry How-to Guide
EfnÍs: Efnafræðifélag Íslands
How Stuff Works
Hvarf: Félag efnafræðinema við HÍ
Kristalbyggingar
Lotukerfið
Nóbelsverðlaunin í efnafræði
Optical Illusions & Visual Phenomena
Vísindavefur HÍ

Cyclodextrin best
11th Cyclodextrin Symposium
Fyrrverandi vinnuhópur Auðar
J.Pharm.Sci.

Stokkhólmsháskóli
Deildin hennar Auðar
Deildin hennar EmelíuArchives